Opið hús/menningarkvöld 14. október – Delizie Italiane Tríóið
Opið hús mánudaginn 14. október í Hlégarði klukkan 20:00. Þeir voru frábærir í janúar og verða enn betri núna!
Opið hús mánudaginn 14. október í Hlégarði klukkan 20:00. Þeir voru frábærir í janúar og verða enn betri núna!
Ef næg þátttaka fæst þá er fyrirhugað að rifja upp gömlu dansana miðvikudaginn 9. október og fimmtudaginn 10. október kl. 16:00 í Brúarlandi.
Ef næg þátttaka fæst þá hefst línudans í Hlégarði þann 8. október kl. 15:00 – 16:00.
Hittumst í Hlégarði alla þriðjudaga milli kl. 13:00 – 15:00 í vetur. Allir velkomnir í samveru á öllum aldri, alltaf kaffi á könnunni og góður félagsskapur.
Nú stendur okkur til boða námskeið á vegum Rauða Krossins fyrir þá sem vilja gerast sjálfboðaliðar og taka þátt í vinaverkefnunum sem þau standa fyrir. Námskeiðið yrði haldið hér í Mosfellsbæ í síðustu viku september eða fyrstu viku í október. Námskeiðið gengur út á að undirbúa sjálfboðaliða fyrir heimsóknirnar, og er kennt af verkefnisstjóra frá Rauða Krossinum í eitt skipti 2 klst. og síðan eitt stutt verkefni á vefnum.
Vertu með okkur í Ringó þriðjudaga og fimmtudaga. Frábær hreyfing og kostar ekkert að vera með :))
Leikfimin á Eirhömrum hjá sjúkraþjálfaranum Karin Mattson er alla fimmtudaga í íþróttasalnum Hlaðhömrum 2.
Gönguhópur 60+ Alla fimmtudaga kl. 10:30 frá Hlégarði. Allir velkomnir með. Hlökkum til að sjá sem flesta.
Hugsum út fyrir boxið alla mánudaga kl. 13:00 Brúarlandi, allur aldur velkominn 🙂
Ef þú hefur gaman af útsaum, bucilla, applekering eða bara hverju sem tengist útsaumi, vertu velkomin alla þriðjudag frá kl. 13:00 í Brúarlandi.
Allir velkomnir, hentar öllum! – Auðveld og skemmtileg íþrótt og kostar ekkert.
Ef þú hefur áhuga á að spila Kínaskák endilega hafðu samband við okkur í Brúarlandi í síma 586 8014 eða á elvab@mos.is, ætlum að reyna að stofna hóp og finna hvaða dagar henta best :))
Vilt þú vera með okkur í hóp að gera fallega muni fyrir basarinn í nóvember? Komdu þá í Brúarland á þriðjudögum kl. 13 og gerum eitthvað fallegt saman.
Vertu velkomin að læra nýtt spil, við tökum vel á móti þér.
Vilt þú vera með okkur í hóp að gera fallega muni fyrir basarinn sem verður í nóvember?
Námskeið í málun með akríl / olíulitum hefst þriðjudaginn 14. september kl. 14:15 og stendur til 17:15. Námskeiðið er 7 skipti.
Opið verður í Brúarlandi á milli kl. 13:00 og 15:00 laugardaginn 31. ágúst.
Hlégarður, miðvikudaginn 28. ágúst kl. 14-16. Kynnt verður sú þjónusta sem eldri borgurum stendur til boða í sveitarfélaginu.
Allir velkomnir í samveru á öllum aldri. Alltaf kaffi á könnunni og góður félagsskapur. Byrjum 3. september.
Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna eldri borgara í Mosfellsbæ og nágrenni ásamt því að sinna íþrótta- tómstunda-, fræðslu- og menningarmálum og vinna að því að skapa félagslegt og efnahagslegt öryggi aldraðra.