
Leikfimi í World Class
Elsku gleðisprengjur! Nýliðar eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 09:30. Framhaldstímar eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 09:30, 10:30 og 11:30.

Elsku gleðisprengjur! Nýliðar eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 09:30. Framhaldstímar eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 09:30, 10:30 og 11:30.
Nú ætlum við að blása til fundar kl 13:00 miðvikudaginn 17.feb í FELLINU Varmá og reyna að fara skipuleggja aftur reglulegar göngur. Nú þar sem Covid hefur minnkað finnst okkur mikilvægt að reyna að koma þessu aftur í fast horf og viljum við því fá ykkur á staðinn til að ræða málin.

Þann 17. september sl. heimsótti formaður FaMos ásamt fleiri stjórnarmönnum ofannefnda karla. Gestir komu færandi hendi, þ.e. höfðu meðferðis nýja kaffivél ásamt tilheyrandi borðbúnaði.

Fjölnota íþróttahúsið okkar stendur öllum bæjarbúum opið til göngu og léttrar hreyfingar alla virka daga frá kl. 08:00 – 14:00. Við hvetjum alla Mosfellinga, unga sem aldna, til að nýta sér aðstöðuna sér til heilsubótar.

Kennslubæklingar fyrir spjaldtölvur frá LEB, eru nú aðgengilegir endurgjaldslaust á vef FaMos undir flipanum skjalasafn.
Bæklingarnir eru fyrir Ipad annars vegar og Android stýrikerfi hins vegar. Android er í nánast öllum tölvum sem ekki eru af Ipad gerð.

Ný stjórn kom saman í morgun, 10.11.2020, og gekk frá formlegri stofnun félagsins “Karlar í Skúrum Mosfellsbæ.”

Kynnið ykkur fjölbreytta dagskrá íþróttanefndar FaMos fyrir veturinn 2020 – 2021. Nýir félagar velkomnir, endilega verið með og finnið eitthvað við ykkar hæfi.

Kæru vinir við ætlum að halda áfram með útifjörið sem sló rækilega í gegn fyrr í sumar og verðum með 3 vikna frítt námskeið sem byrjar á þriðjudaginn 25. ágúst og er til 10. sept.

Vegna breytts ástands í þjóðfélaginu hefur ferðanefnd FaMos og félagsstarfið á Eirhömrum ákveðið að fella niður fyrirhugaða síðsumarsferð sem vera átti miðvikudaginn 11. ágúst.

Farið verður í síðsumarsferð þann 11.ágúst næstkomandi á vegum FaMos og félagsstarfsins á Eirhömrum.

Ferðanefndin er að skipuleggja ferð í Flyover Iceland, rútuferð um bæinn og kaffihúsaferð í Norrænahúsið.

Glatt var á hjalla í Gaman saman þann 6. febrúar sl. á Eirhömrum.

Vegna frábærrar aðsóknar færum við okkur í íþróttahúsið Varmá og byrjum kl. 14:15 alla miðvikudaga.

Aðalfundur FaMos verður haldinn í Hlégarði mánudaginn 17. Febrúar klukkan 20:00.

Hópurinn lofar svo sannarlega góðu, hress og skemmtilegur félagsskapur.
Vegna mikils fjölda í vatnsleikfimi FaMos í Lágafellslaug er skráningu nýrra félaga lokið á þessarri önn.
Þann 22. Janúar næstkomandi hefst námskeið í endurminningaleikhúsi. – Við endurtökum leikinn!
Fyrsti tími í vatnsleikfimi 2020 er 13. janúar. Tímar verða eins og fyrir áramót. Mánud. miðvikud. og föstudaga kl.11:20.
Félag aldraðra í Mosfellsbæ (FaMos) heldur námskeið um Mosfellsheiði í janúar og febrúar.