Íþróttanefnd FaMos – Dagskrá haustannar 2023
Hugur og Heilsa leikfimi úti og inni í íþróttahúsinu að Varmá fyrir 60+ – Verð fyrir tímabilið er kr. 18.000.- hefst 4.sept.
Hugur og Heilsa leikfimi úti og inni í íþróttahúsinu að Varmá fyrir 60+ – Verð fyrir tímabilið er kr. 18.000.- hefst 4.sept.
Alla föstudaga kl. 13:00 í borðsal Eirhamra, Hlaðhömrum 2. Aðgangseyrir kr. 300 sem fer upp í verðlaun 🙂
Hlégarður, miðvikudaginn 23. ágúst kl. 15 – 17. Kynnt verður sú þjónusta sem eldri borgurum stendur til boða í sveitarfélaginu.
Leikfimin á Eirhömrum hjá sjúkraþjálfaranum Karin Mattson er alla fimmtudaga í íþróttasalnum Hlaðhömrum 2. Leikfimin er gjaldfráls og liður í heilsueflandi samfélagi í Mosfellsbæ og er gjaldfrjáls, ekki þarf að skrá sig 🙂
Framundan er enn eitt skemmtilegt starfsár hjá FaMos fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ. Áhugasamir geta skráð sig í félagið á vefsvæði félagsins undir Skráning í FaMos.
Frá miðjum júlí og til 9. ágúst 2023 kom upp bilun á vefsvæði félagsins og fóru skráningar ekki í gegn og bárust því ekki til formanns til úrvinnslu. Ef einhverjir hafa skráð sig á vefnum á því tímabili þá biðjum við viðkomandi um að senda aftur inn sína skráningu. Beðist er velvirðingar á þessum óþægindum.
Vorferð FaMos var farin miðvikudaginn 7. juni í blíðskapar veðri. Friðheimar í Reykholti, Bláskógarbyggð voru heimsóttir, starfsemin skoðuð í fylgd Knúts staðarhaldara og hádegisverður snæddur.
Nú eru að verða síðustu forvöð að skrá sig í sumarferð FaMos sem verður miðvikudaginn 7. júní. Enn eru nokkur sæti laus. Með okkur verður inn frábæri fararstjóri Valdimar Bragason frá Selfossi. Brottför 9:30 frá fjölbrautarskólanum í Mosó, Bjarkarholti. Rútan kemur kl. 9:00.
Sumar – Útifjör 60+ með Bertu og Höllu Karen hefst þriðjudaginn 30. maí kl. 09:30 og verður 2x í viku alla þriðjudaga og fimmtudaga. Hvetjum sem flesta sem geta að nýta sér þetta flotta námskeið 😃😃😃😃
Nú verður smá breyting á gönguferðum okkar á miðvikudögum. Við ætlum að hittast við Hlégarð kl. 10.30 áfram á miðvikudögum en breyta í morguntíma. Byrjum næsta miðvikudag 24. maí kl. 10.30. Munið…..við HLÉGARÐ 🙂
Hjördís Geirsdóttir kemur í heimsókn og syngur og spilar fyrir okkur í salnum Hlaðhömrum 2.
Menningarhópurinn Mosó+ nýstofnaði ætlar að fara sína fyrstu heimókn á Kjarvalsstaði 17.maí. Lagt verður af stað frá bílaplaninu á móti bæjarleikhúsinu kl. 13:00.
Sýning verður á munum sem gerðir hafa verið í vetur á Leirnámskeiðum hjá Fríðu Sigurðardóttur dagana 3 – 10. maí. Sérstök opnun sýningarinnar verður 3. maí kl. 15. Ævintýralega fallegir munir, sjón er sögu ríkari.
Sýning nemenda á Listmálunarnámskeiði í félagsstarfi eldri borgara verður opnuð þriðjudaginn 2. maí kl. 15:00. Allir velkomnir.
Karlmenn í blíðu og stríðu. Birtingarmyndir karlmennsku í íslenskum miðaldabókmenntum. Ásdís Egilsdóttir prófessor emeríta í íslenskum bókmenntum heldur erindi fimmtudaginn 24. mars í Safnaðarheimili Lágafellssóknar Þverholti 3.
Kaffi, meðlæti og 1 bingóbspjald 1000 krónur. Glæsilegir páskavinningar í boði. Auka spjöld kosta 300 kr.
Dagana 22, 23 og 27 og 28. mars ætlum við að vera í páskastuði og búa til allskonar skreytingar til að njóta um páskana. Brynja skreytingameistari verður með allskonar sniðugt í pokahorninu. Verið velkomin!
Okkur í Félagsstarfi Mosfellsbæjar langar að kanna áhuga á að stofna Menningarhóp fyrir þá sem hafa áhuga á að hittast kannski 1-2 sinnum í mánuði og fara saman á sýningar / söfn / bíó. Eða annað skemmtilegt og menningarlegt.
Ekvador er eitt af minnstu ríkjum Suður-Ameríku en jafnframt eitt af þeim allra fjölbreyttustu. Ari Trausti segir frá mörgu af því sem fyrir augu ber og bæði samfélags- og náttúrusögu landsins. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
Aðalfundur FaMos verður haldinn á Harðarbóli, félagsheimili hestamannafélagsins Harðar, mánudaginn 6. mars klukkan 20:00.
Nýtt glernámskeið byrjar 16. febrúar og er fimmtudaga kl. 09:00 – 13:00. Námskeiðið verður haldið í glervinnustofunni í kjallara Hlaðhömrum 2.
Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna eldri borgara í Mosfellsbæ og nágrenni ásamt því að sinna íþrótta- tómstunda-, fræðslu- og menningarmálum og vinna að því að skapa félagslegt og efnahagslegt öryggi aldraðra.