Fréttir -

Fréttir

Fréttir

Fréttir úr starfi FaMos
Fréttir

Viltu láta gott af þér leiða?

Vegna ýmissa ástæðna þá hafa félagsleg tengsl fólks minnkað og einmanaleiki í samfélaginu aukist ár frá ári. Það var árið 2016 sem Rauði krossinn hrinnti af stað verkefninu Símavinir í þeim tilgangi að minnka einmanaleika og til að efla félagsleg tengsl þeirra sem þess þurfa. Verkefnið snýst um að sjálfboðaliðar Rauða krossins hringja til þeirra sem þess óska og er vinaspjall í allt að hálftíma í senn, einu sinni eða tvisvar í viku á tíma sem báðum aðilum hentar.

Stutt símaspjall getur rofið einmanaleika og fært gleði og vellíðan inn í daginn.

Lesa meira »
Fréttir

Dagskrá íþróttanefndar FaMos 2021 – 2022

Dagskrá íþróttanefndar FaMos fyrir veturinn 2021 – 2022 liggur nú fyrir. Boðið verður upp á vatnsleikfimi, ringó, boccia, gönguferðir, púttæfingar og göngubraut.
Nýjir félagar velkomnir, endilega verið með og finnið eitthvað við ykkar hæfi.

Lesa meira »
Ferðir

Dagsferð eldri borgara um Reykjanesskaga

Dagsferð eldri borgara í Mosfellsbæ um Reykjanesskaga verður miðvikudaginn 15. september 2021.
Ferðin er undirbúin í samvinnu Vorboða, FaMos og félagsstarfs eldri borgara. Myndir úr ferðinni má finna inni á myndasafni FaMos.

Lesa meira »
Fréttir

Leikfimi fyrir eldri borgara

Byrjar fimmtudaginn 19. ágúst.
Kennari er Karin Mattsson og skipt verður í tvo hópa.
Hópur 1 kl. 10:45 og áhersla lögð á aðeins léttari leikfimi, hentar vel veikburða fólki og fólki með grindur.
Hópur 2 kl. 11:15, almenn leikfimi fyrir þá sem eru í ágætis formi.

Lesa meira »
Fréttir

Opinn kynningarfundur – Hagir og líðan aldraðra

Félagsmálaráðuneytið, velferðarsvið Reykjavíkurborgar og LEB – Landssamband eldri borgara fengu Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands til að gera fyrir sig könnun á högum og líðan aldraðra á Íslandi 2020. Rafræn kynning á niðurstöðum könnunarinnar verður haldin 7. apríl nk. kl. 13.

Lesa meira »
Fréttir

Kosningar 2021 – Málefni eldri borgara LEB

Komið þið sæl,
Undanfarið hefur hópur á vegum Landssambands eldri borgara rætt hvernig við getum haft áhrif á að okkar málefni fái eðlilegan hljómgrunn í næstu alþingiskosningum. Send var út áskorun um að eldri borgarar gæfu kost á sér ofarlega á framboðslistum. Það hefur þegar vakið nokkur viðbrögð. Nú hafa verið sett fram áhersluatriði fyrir kosningarnar. Við vonumst til að þið ræðið þessi atriði við frambjóðendur fram að kosningum.

Bestu kveðjur,
Ingólfur Hrólfsson, formaður FaMos

Lesa meira »
Fréttir

Íþróttastarf sett á ís

Vegna hertra sóttvarnaaðgerða fellur öll starfsemi á vegum íþróttanefndar FaMos niður næstu þrjár vikur. Um er að ræða vatnsleikfimi, ringó, boccia, dansleikfimi, línudans, púttæfingar og leikfimiæfingar í World Class. Nánar verður greint frá framhaldinu þegar þar að kemur.

Lesa meira »
Fréttir

Karlar í skúrum Mosfellsbæ

Fjölmennt var 24. febrúar sl. á útskurðar- og tálgunarkynningu. Félagar sýndu listaverk sín og verkfæri.
Síðan var ákveðið að vera með útskurð og tálgun á fimmtudögum kl. 13-16, byrjar 4. mars, engin skráning bara mæta.

Lesa meira »
Fréttir

Leikfimi í World Class

Elsku gleðisprengjur! Nýliðar eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 09:30. Framhaldstímar eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 09:30, 10:30 og 11:30.

Lesa meira »
Scroll to Top