Vorboðar Afhending sögusafns

Þann 14. nóvember 2018 afhentu Vorboðar sögusafn sitt til Skjalasafns Mosfellsbæjar með smá athöfn á bókasafninu í Kjarna og það var Birna Sigurðardóttir, skjalavörður, sem veitti safninu viðtöku.

Kolbrún Jónsdóttir, söguritari Vorboða, afhenti safnið og sagði frá hvernig svona sögusafn verður til. Kolbrún hefur starfað með kórnum í 10 ár og hefur af miklum dugnaði skráð söguna frá upphafi en kórinn er stofnaður 1989.  Nokkrir eldri kórfélagar, sem voru  í forsvari áður en Kolbrún byrjaði, gátu veitt ýmsar upplýsingar og áttu muni frá fyrri tíð sem komu að góðu gagni við þá miklu vinnu sem liggur að baki svona sögusafni.

Skjalasafn Mosfellsbæjar er í kjallaranum í Kjarna og er opið á sama tíma og bókasafnið, þar er sögusafnið til sýnis fyrir þá sem áhuga hafa á því að kynna sér starf kórsins frá upphafi.