Þann 2. febrúar 2019 fékk FaMos úthlutað styrk úr Samfélagssjóði Kaupfélags Kjalarnesþings (KKÞ). Sjóðurinn var stofnaður eftir félagsslit KKÞ og er stofnfé sjóðsins 50 milljónir króna. Úthlutunin fór fram í safnaðarheimili Lágafellssóknar og hlaut FaMos kr. 1.500.000 í styrk.

Mættir f.h. FaMos voru Ingólfur Hrólfsson formaður, Úlfhildur Geirsdóttir varaformaður og Pétur Guðmundsson gjaldkeri.
Nánar í Mosfellingi 21. febrúar 2019,  3. tbl. 18. árg.