Samstarfsverkefni World Class og Mosfellsbæjar heldur áfram í vetur

Byrjendahópur
Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl. 9:00-10:00.  Námskeiðið er fyrir fólk 67 ára og eldra sem er með lögheimili í Mosfellsbæ. Kennslan fer fram í formi alhliða leikfimi og styrktaræfinga í leikfimisal auk æfinga í tækjasal.

Fyrsti tíminn verður þriðjudaginn 17. september.

Framhaldshópar
Tveir framhaldshópar verða í vetur og kennt á þriðjudögum og fimmtudögum.
Hægt er að velja um hóp 1 klukkan 10:00-11:00 eða hóp 2 klukkan 11:00-12:00.

Hóparnir eru ætlaðir þeim sem eru vanir leikfimi og eru þessir hópar opnir óháð búsetu (þ.e.a.s þú þarft ekki að hafa lögheimili í Mosfellsbæ til að mæta í þessa hópa). Þátttakendur í námskeiðinu hafa fullan aðgang að World Class og Lágafellslaug á öðrum tímum dags meðan á námskeiðinu stendur. Kennarar verða þær Halla Karen og Berta.

Námskeiðið stendur yfir í 12 vikur og  greitt er fyrir námskeiðið með eingreiðslu við skráningu kr. 15.000.
Skráning fer fram í World Class, Lágafellslaug, og þar eru einnig veittar allar nánari  upplýsingar

Með bestu kveðju,

Elva Björg Pálsdóttir
Tómstunda- og félagsmálafræðingur
Forstöðumaður félagsstarfs Mosfellsbæjar
Sími 586-8014 eða 698-0090