Viltu fá tækifæri til að taka þátt í nýsköpun í félagsstarfi eldri borgara í Mosfellsbæ?

Andrea Katrín Guðmundsdóttir, leikkona og leikstjóri mun í október og nóvember standa fyrir námskeiði, í samvinnu við Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ og FaMos, í endurminningaleikhúsi.

Helstu upplýsingar:
Staður – Íþróttasalurinn Eirhömrum
Stund – Miðvikudagar og föstudagar kl. 13 – 14.20 (8 skipti auk lokaæfingar). Námskeiðið byrjar 2. október. Ekkert þátttökugjald er fyrir námskeiðið. 

Á námskeiðinu munu þátttakendur rifja upp gamlar minningar með því að spjalla saman, hlusta á tónlist, gera leiklistaræfingar og margt fleira skemmtilegt. Markmið námskeiðsins er fyrst og fremst að hafa gaman  í góðum félagsskap og að fá tækifæri til að rifja upp gamla tíma.  Námskeiðinu lýkur svo með flottri sýningu á Eirhömrum fyrir gesti í byrjun nóvember.

Námskeiðið er lokaverkni Andreu Katrínar í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst, en hún hefur lengi átt sér draum um að kynna íslendinga fyrir endurminningaleikhúsi.

Hér er tengill á heimasíðu Age Exchange, leikhóps í Englandi sem er í frumkvöðull í endurminningaleikhúsi þar í landi : https://www.age-exchange.org.uk/who-we-are/history/

Endilega nýtið ykkur tækifærið og skráið ykkur sem fyrst, það er takmarkaður þátttökufjöldi. Elva Björg Pálsdóttir, forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara, tekur á móti skráningum og gefur allar nánari upplýsingar.

Hægt er að skrá sig í félagsstarfinu  hringja í  síma 698-0090 og 568-8014 eða senda tölvupóst á netfangið: elvab@mos.is