Frumsýning hjá Endurminningaleikhúsinu

Sérhver manneskja býr yfir miklum fjársjóði; aragrúa minninga og sagna úr eigin lífi. Endurminningaleikhúsið er sett á laggirnar til að gefa minningum eldri borgara vægi með sviðsetningu þeirra og þannig gefa áhorfendum innsýn í líf þess er minninguna geymir.

Um þessar mundir stendur yfir 6 vikna námskeið í endurminningaleikhúsi með eldri borgurum í Mosfellsbæ. Þetta tilraunaverkefni er unnið í samstarfi við FaMos (Félag aldraðra í Mosfellsbæ) og Félagsstarf aldraðra í Mosfellsbæ. Þetta fyrsta verkefni Endurminningaleikhússins er stýrt af Andreu Katrínu Guðmundsdóttur, leikkonu og leikstjóra, en hún hefur sérhæft sig í samfélagsleiklist (e. community theater).

Afrakstur námskeiðsins verður frumsýndur 7. nóvember klukkan 20:00 í samkomusalnum á Eirhömrum í Mosfellsbæ.

Um er að ræða leiksýningu þar sem meðlimir leikhópsins deila endurminningum sínum með áhorfendum í bland við leik, söng og tónlist. Meðlimir úr Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ sér um söng og Hrönn Helgadóttir um píanóundirleik. Hægt er að panta miða á endurminningaleikhus@gmail.com, eða skrá sig fyrir miða hjá Elvu í félagsstarfinu, annað hvort á staðnum eða í síma: 698-0090. Enginn aðgangseyrir er á sýninguna en sætafjöldi er takmarkaður svo mikilvægt er að bóka.

Að sýningu lokinni verður boðið upp á rjúkandi kaffi, piparkökur og konfekt.
Þá má fylgjast með þróun verkefnisins á Facebook, á síðu Endurminningaleikhússins: www.facebook/endurminningaleikhus

Nánari upplýsingar veitir Andrea Katrín í síma 616-7960 eða í tölvupósti á endurminningaleikhus@gmail.com.

Sjá PDF af auglýsingunni