Fjölmennt menningar- og skemmtikvöld FaMos í Hlégarði mánudaginn 14. október.

Tindatríó og Friðrik Vignir voru með óskalagatónleika og máttu gestir óska sér lög af söngskrá sem á voru 110 lög, sungu þeir á að giska 21 lag á rúmum klukkutíma. Þá tók við margrómað kaffihlaðborð sem svignaði undan kræsingum sem aldrei fyrr. Samkvæmt gestabók voru tæplega 100 manns á staðnum. Hér má sjá nokkrar myndir frá kvöldinu góða.