Gönguhópur fyrir mjög virka og hessa 60+

Okkur hefur borist fyrirspurn um hvort ekki væru einhverjir hressir og kátir “heldri” borgarar í Mosfellsbæ sem langaði að labba saman, t.d á fellinn hér í kring eða í einhverja krefjandi göngu sem tekur smá í. Okkur langar að leiða þær manneskjur saman. Það eru margir sem eru að labba einir sem kannski langar í skemmtilegan félagsskap. Þeir sem hafa áhuga á að vera með endilega hafið samband við okkur í félagstarfinu alla virka daga í síma 586-8014 /698-0090 eða á elvab@mos.is.

Gerum gott heilsueflandi samfélag enn betra og verum með. Stefnum á að byrja um miðjan janúar.