Kæru vinir við ætlum að halda áfram með útifjörið sem sló rækilega í gegn fyrr í sumar og verðum með 3 vikna frítt námskeið sem byrjar á þriðjudaginn 25. ágúst og er til 10. sept. Tímarnir verða tvisvar sinnum í viku á þriðjudögum og fimmtudögum.
Tveir hópar verða í boði 9:00-9:50 og 10:00-10:50. Á þriðjudögum er mæting við Lágafellslaug en á fimmtudögum er mæting við íþróttamiðstöðina að Varmá. Í framhaldinu mun 60+ námskeiðið byrja inn í World Class, þar sem öllum sóttvarnarreglum og takmörkunum verður fylgt eftir eins og á þessu námskeiði.
Námskeiðið á að henta öllu eldra fólki. Kennari er Halla Karen og Berta. Skráning fer fram hjá félagstarfinu í síma 586-8014 eða hjá Elvu Björgu forstöðumanni í síma 6980090, eins má senda póst á elvab@mos.is. Lágmarksþátttaka í hvern hóp er 15 manns.
Verkefnið er ríkisstyrkt viðbótarverkefni í félagsstarfi fullorðinna fyrir sumarið 2020 vegna Covid-19.
Með bestu kveðju
Elva Björg Pálsdóttir
Tómstunda- og félagsmálafræðingur
Forstöðumaður félagsstarfs Mosfellsbæjar
Sími 586-8014 eða 698-0090