Kennslubæklingar fyrir spjaldtölvur frá LEB, eru nú aðgengilegir endurgjaldslaust á vef FaMos undir flipanum skjalasafn.
Einnig má finna bælklingana á vefsíðu LEB undir flipanum Hagnýt upplýsingarit á forsíðu vefsins. Á vef LEB eru bæklingana að finna bæði í sérstökum lesham og á pdf formi. Félagsmálaráðuneytið hefur gert LEB kleift að opna rafræna gátt á bæklingana, en ráðuneytið styrkti einnig gerð þeirra og prentútgáfuna.

Bæklingarnir eru fyrir Ipad annars vegar og Android stýrikerfi hins vegar. Android er í nánast öllum tölvum sem ekki eru af Ipad gerð.

Á vefsíðu LEB má einnig finna upplýsingar um það hvernig má panta prentaða útgáfu af bæklingunum og fá senda heim.