Velkomin að Varmá
Fjölnota íþróttahúsið okkar stendur öllum bæjarbúum opið til göngu og léttrar hreyfingar alla virka daga frá kl. 08:00 – 14:00. Við hvetjum alla Mosfellinga, unga sem aldna, til að nýta sér aðstöðuna sér til heilsubótar.
Þótt úti sé kalt og hálka höfum við góða aðstöðu til að ganga og hreyfa okkur í vetur. Einnig bendum við á að hlaupabrautin að Varmá er upphituð og upplýst með mildri lýsingu.