Göngugarpar í Mosfellsbæ 60+ – FUNDUR miðvikudaginn 17.feb í FELLINU Varmá kl 13:00
Nú ætlum við að blása til fundar kl 13:00 miðvikudaginn 17.feb í FELLINU Varmá og reyna að fara skipuleggja aftur reglulegar göngur. Nú þar sem Covid hefur minnkað finnst okkur mikilvægt að reyna að koma þessu aftur í fast horf og viljum við því fá ykkur á staðinn til að ræða málin. Gleðisprengjurnar Halla Karen og Berta ætlar að leiða fundinn og segja okkur frá góðum göngutrixum og æfingum. Að sjálfsögðu munum við hlýða öllum sótttvarnarlögum og munum grímu og 2 metrar reglu. Hlökkum til að sjá sem flesta
Kveðja Íþróttanefnd FaMos og félagsstarfið Mosfellsbæ