Ágætu félagar í FaMos,

Íþróttanefnd félagsins hefur beðið mig að koma því á framfæri við ykkur að vegna hertra aðgerða í sóttvarnarmálum fellur niður öll starfsemi á vegum nefndarinnar næstu 3 vikur. Um er að ræða vatnsleikfimi, ringó, boccia, dansleikfimi, línudans, púttæfingar og leikfimiæfingar í World Class.

Nánar verður greint frá framhaldinu þegar þar að kemur.

Með kveðju,
Grétar Snær, fjöltengill FaMos