Ágætu félagar í FaMos,

Íþróttanefnd félagsins hefur beðið mig að koma því á framfæri við ykkur að öll starfsemi byrjar aftur frá og með fimmtudeginum 15. apríl.
Allt verður á sama tíma og áður.

Um er að ræða vatnsleikfimi, ringó, boccia, dansleikfimi, línudans, púttæfingar og leikfimiæfingar í World Class.

Nánari upplýsingar veitir formaður íþróttanefndar Famos á netfanginu brassinn@simnet.is eða í síma: 8457490.