Vel heppnað jólabingó á Barion að baki (14.12.)

Hilmar gestabingóstjóri var í góðum gír og Elías sá um að allt færi vel fram.

Mjög góð mæting var á bingóið og 14 umferðir spilaðar og það mátti heyra saumnál detta þegar spilað var um jólakalkúninn.

Vinningarnir voru glæsilegir og vil ég senda fyrirtækjum hér í bæ og víðar okkar bestu þakkir fyrir stuðninginn. FaMos og Félagsstarf aldraðra sameinast um þessi bingó í góðri samvinnu við Barion.