Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni, FaMos, gengst fyrir fundi með framboðum til bæjarstjórnar í Mosfellsbæ við kosningarnar sem fram fara 14.maí n.k.
Framboðunum hefur verið sendur spurningalisti um málefni sem snerta þjónustu við eldri borgara í Mosfellsbæ og óskað er eftir svörum við þeim á fundinum.
Einnig gefst fundarmönnum kostur á að bera upp spurningar til framboðanna.
Fundurinn verður haldinn í Hlégarði 05.maí kl.20:00 til 22:00