Handunnar vörur á góðu verði

Basar 2022

Hinn árlegi basar á vegum félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ verður haldinn laugardaginn 19. nóv kl 13:30-16:00 inn í félagsstarfinu Hlaðhömrum 2.

Fallegar handunnar vörur á afar góðu verði og úrvalið fjölbreytt. Eftir basarinn verða þær vörur sem eftir eru til sölu í basarbúðinni okkar í félagsstarfinu alla virka daga frá 11:00-16:00.

Allur ágóði af seldum vörum fer til þeirra  sem þurfa aðstoð í bænum okkar.posi á staðnum

Kór eldri borgara Vorboðarnir syngja fyrir gesti.

Kaffisala á vegum kirkjukórsins verður í matsal.

Hlökkum til að sjá sem flesta á basarnum

STYRKJUM GOTT MÁLEFNI