Aðventuhátíð 12. desember 2022

Opið hús/menningarkvöld verður í Hlégarði mánudaginn 12. desember klukkan 20.

Sr. Arndís Linn mun flytja okkur jólahugvekju til að koma öllum í jólaskap. Vorboðarnir undir stjórn Hrannar Helgadóttur taka svo við með jólalegum söng og undirspili Helga Hannessonar.

Kaffinefndin verður með sitt rómaða kaffihlaðborð að venju.

Aðgangseyrir er kr. 1.500 (posi er ekki á staðnum)

Með kveðju,
Menningar- og skemmtinefnd FaMos

Sjá auglýsingu á PDF