Aðalfundur FaMos 2023

Aðalfundur FaMos verður haldinn á Harðarbóli, félagsheimili hestamannafélagsins Harðar, mánudaginn 6. mars klukkan 20:00.

Dagskrá samkvæmt lögum félagsins.

Að loknum aðalfundarstörfum mun Helgi R Einarsson skemmta okkur með gítar við hönd og limrur á takteinunum. Að lokum verður boðið upp á kaffi og meðlæti. Enginn aðgangseyrir.

Með kveðju
Stjórn FaMos