Síðsumarsferð FaMos um Snæfellsnes

Dagsetning: Miðvikudagurinn 28. ágúst 2019
Brottför: kl. 09:00
Brottfararstaður: Rútan verður fyrir neðan leikskólann Hlaðhamra
Leiðsögumaður: Jóhanna B. Magnúsdóttir

Ferðatilhögun

Fyrsti viðkomustaður er Borgarnes.

Síðan er haldið sem leið liggur í Stykkishólm þar sem við snæðum hádegisverð, súpu og brauð.

Þegar allir eru mettir lítum við í kringum okkur á staðnum áður en við leggjum  af stað til Bjarnarhafnar. Innifalið í aðgangseyri á Hákarlasetrið er hákarla- og harðfisksmakk og fræðsla um hákarlaveiðar og verkun. Þar er einnig hægt að kaupa harðfisk og að sjálfsögðu hákarl. Ekki má gleyma að skoða gömlu kirkj-una. Gerum ráð fyrir að stoppa þar í u.þ.b. eina  klst.

Við ökum í gegnum Grundarfjörð og til Ólafsvíkur. Þar er komið að kaffistoppi á veitingarhúsinu Skeri.

Leiðin liggur fyrir Jökul og að Dritvík, þar verður gengið niður í fjöruna. Á leiðinni að Arnarstapa virðum við fyrir okkur Þúfubjörg, Lóndranga, Malarrif o.fl.

Stutt stopp verður á Hellnum og síðan ekið að Arnarstapa þar sem snæddur verður kvöldverður.                                                                                               Síðan verður ekið heimleiðis með stoppi í Borgarnesi.

Verð fyrir manninn er kr. 15.000 með mat og kaffi auk Hákarlaseturs.

Það þarf að vera búið að greiða ferðina fyrir 10. ágúst nk. inn á reikning nr. 0537-14-002298 kt. 4201130560.

Þeir, sem hafa áhuga á þessari ferð, geta skráð sig á þátttökublað hjá félagsstarfi aldraðra á Eirhömrum eða í síma 5868014. Jafnframt hjá Margréti í síma 8633359.