Hópferð í Flyover Iceland og kaffihús 27.febrúar
Ferðanefndin er að skipuleggja ferð 27.febrúar í Flyover Iceland sem er sýning sem tekur okkur yfir allt landið í háloftunum(en þó ekki).
Farþegar sitja í sætum sem hreyfast svo raunveruleikinn mikill. Ætlunin er svo að keyra aðeins um miðbæinn og sjá breytta ásýnd miðborgarinnar og enda síðan á kaffihúsi Norrænahússins.
Áætlað er að fara um 13:00 og vera komin um 16:00 .
Þeir sem hafa áhuga endilega hafið samband við okkur í félagsstarfinu á elvab@mos.is eða í síma 586-8014/6980090.
Farið verður með rútu kostnaður er 8000 krónur þá er allt innifalið (flyover, kaffi og rúta).
Hægt er að leggja inn á 0537-14-2298 kt 420113-0560 eða borga á skrifstofu félagsstarfsins virka daga millii 13:00-16:00.