Dagsferð eldri borgara í Mosfellsbæ um Reykjanesskaga miðvikudaginn 15. september 2021.
Ferðin er undirbúin í samvinnu Vorboða, FaMos og félagsstarfs eldri borgara.

Lagt verður af stað stundvíslega kl. 9:30 frá Hlégarði. Leiðsögumenn í ferðinni eru Ari Trausti Guðmundsson og Andrés Arnalds.

Stórbrotin náttúrufegurð Reykjanesskaga er vettvangur ferðarinnar.

Beygt verður út af Reykjanesbrautinni við jaðar Kapelluhrauns sem myndaðist í allmiklu eldgosi árið 1188. Þá lauk Krýsuvíkureldum sem hófust 1151 og náðu hraun frá þeim í sjó fram beggja megin Skagans. Fyrsta stopp verður á útsýnisstað við Kleifarvatn og þær næst í Seltúni, litlu hverasvæði í Krýsuvík

Síðan liggur leiðin um hina merku eyðibyggð í Krýsuvík og haldið til Grindavíkur þar sem við munum borða hádegisverð. Við ökum Suðurstandarveg og framhjá nærsvæði eldgossins í Geldingadölum.

Næstu viðkomustaðir verða m.a. „brúin milli heimsálfa“, Gunnuhver og Reykjanestá (skammt frá Reykjanesvita). Á heimleið verður áð á kaffihúsi í Keflavík.

Grímuskylda gildir í rútunni og veitingahúsunum.

Við skipulagningu ferðarinnar var sá möguleiki hafður í huga að breyta dagsetningunni ef veðurútlit á fyrirhuguðum ferðadegi reynist afleit. Breytingin verður þá tilkynnt mánudaginn 13. september.

Kórinn og FaMos borga rútuna en farþegar borga 4.800 kr. fyrir hádegismatinn og kaffið.  Greiðist inn á reikning félagsstarfs eldri borgara að Eirhömrum kennitala 420113-0560, reikningsnúmer 537-14-2298.

Tilkynning um þátttöku sendist til elvab@mos.is.  Að sjálfsögðu eru makar og vinir velkomnir með í ferðina.

Undirbúningsnefnd